Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Litríkur draumur

Nei, ókei er ný plata með hljómsveitinni Dr. Gunni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

„Eitthvað sem þjóðfélagið í heild þarf að meta“

Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís, segir að tilraunir sem hafi verið gerðar með ljósleiðara í eldgosinu við Fagradalsfjall hafi veitt mikilvægar upplýsingar sem nýtist til framtíðar. Mörgum spurningum sé þó ósvarað.

Á flóknasta staðnum í faraldrinum til þessa

Við erum á flóknasta staðnum í faraldrinum til þessa gagnvart grunnskólunum, segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
21.10.2021 - 18:03

Grillað í mannskapnum

Hjálmar og Prins Póló velta fyrir sér stöðunni á pallinum þegar vetur konungur bankar upp á, í nýju lagi sínu - Grillið inn í Undiröldu kvöldsins. Einnig eru í boði ný lög frá rokksveitunum Mono Town og Ottoman, angurvært popp Mimru og Hudson Wayne...
21.10.2021 - 16:40

Dr. Gunni - Nei, ókei

Nei, ókei er 12 laga LP-plata með hljómsveitinni Dr. Gunni. Hún er sú fyrsta síðan Í sjoppu kom út 2015, og Stóri hvellur 2003. Nei, ókei - kemur út á streymisveitum og í takmörkuðu magni á vínyl.
20.10.2021 - 17:00

Tónlistargagnrýni

Allt fram streymir

Með öðrum orðum er fyrsta sólóplata Elínar Hall. Platan rennur óheft áfram, stundum eins og í skyssuformi, nálgun sem gefur henni athyglisverða og nokk heillandi áferð. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Litróf skugganna

Aldís Fjóla á að baki giska langan feril sem tónlistarmaður og söngkona en Shadows er hennar fyrsta sólóplata og plata vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Dr. Gunni - Nei, ókei

Nei, ókei er 12 laga LP-plata með hljómsveitinni Dr. Gunni. Hún er sú fyrsta síðan Í sjoppu kom út 2015, og Stóri hvellur 2003. Nei, ókei - kemur út á streymisveitum og í takmörkuðu magni á vínyl.
20.10.2021 - 17:00

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

19.10.21 - 26.20.21
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]