Rás 2
Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.
Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.
„Við gleymum hvernig á að vera kurteis og góð“
Haraldur Þorleifsson, sem stendur fyrir átakinu Römpum upp Ísland, starfar sem stjórnandi á Twitter ásamt því að standa í ýmiss konar rekstri og sinna hugmyndavinnu. Hann segir að samskipti í gegnum síma og tölvuskjái geti verið flókin og að fólki...Segir stöðuna í kjaraviðræðunum þrengri en oft áður
Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist harma átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Kröftug barátta sé af hinu góða svo lengi sem niðurstaða náist að lokum. Hann segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera þrengri en oft áður.Átta ólík lög úr sama sólkerfi
Ágúst ætlar að vera gjöfull í útgáfu á nýrri tónlist eins og heyrist í Undiröldu kvöldsins þar sem er boðið upp á spriklandi ferska tónlist frá Unnsteini, Aroni Can, GKR, Benna Hemm Hemm ásamt Urði og Kött Grá Pjé, Sváfni, Friðriki Ómari ásamt...Áratugaverkefni að snúa við þróuninni
Prófessor í barnalækningum segir að Ísland sé eftirbátur annarra Norðurlanda í rannsóknum og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Vandinn sé uppsafnaður eftir langvarandi fjársvelti og bitni verulega á heilsu og lífsgæðum landsmanna. Það sé...Prjónaáhuginn vakti furðu fréttamanna
Dagný Hermannsdóttir textílkennari komst óvænt í sjónvarpsfréttir í Lettlandi þegar hún leiddi hóp prjónakvenna til landsins. „Þeim fannst merkilegt að það væri kominn stór hópur af íslenskum konum.“ Fréttamenn furðuðu sig á því að konurnar hefðu...Tónlistargagnrýni
Gáskinn og gelgjan
Víðihlíð er samsláttur tveggja stuttskífna eftir Snorra Helgason. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.Naskt nýbylgjurokk
BH er önnur plata Birgis Hansens og á efnisskránni er nýbylgjurokk. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.Íslensk tónlist
Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.
Dagskrá Rásar 2
Plata vikunnar
Snorri Helgason - Víðihlíð
Nýjasta plata Snorra Helgasonar ber nafnið Víðihlíð og samanstendur af tveim EP-plötum sem komu út stafrænt í október í fyrra og apríl í ár og bera sama nafn. Lögin á plötunni samdi Snorri á tiltölulega stuttu tímabili í einni samfelldri...Rás 2 mælir með
Poppland mælir með
Rokkland mælir með
Rabbabari mælir með
Lagalistinn
Lagalisti Rásar 2
9. - 16. ágúst 2022Rás 2 - fyrst og fremst
Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.
En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.
Hlustendasími: 5687 123
Netfang: [email protected]