Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Snorri Helgason - Víðihlíð

Nýjasta plata Snorra Helgasonar ber nafnið Víðihlíð og samanstendur af tveim EP-plötum sem komu út stafrænt í október í fyrra og apríl í ár og bera sama nafn. Lögin á plötunni samdi Snorri á tiltölulega stuttu tímabili í einni samfelldri...
08.08.2022 - 15:10

„Ég sé ekki að maður þurfi að vera í einu boxi“ 

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir hefur alltaf verið óhrædd við að fara eigin leiðir og telur að enginn þrífist á því að vera fastur í sömu skorðum. Hún hafði aldrei gaman að því að syngja ábreiður eins og hún gerði í byrjun ferilsins en fann...

„Ætlum að minnast þeirra sem fallið hafa í baráttunni“

„Þetta verður ekki tár, bros og takkaskór heldur tár, bros og hælaskór,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson sem stýrir nýjum skemmtiþætti í kvöld í tilefni Hinsegin daga. Fókusinn verður á gleðina en einnig verður fjallað um sorgina sem hefur fylgt...

Náttúran alltaf að koma okkur á óvart

Ekki er vitað hvernig sinubruni, sem logaði við Fagradalsfjall í nótt, kviknaði. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hélt að eldgos væri mögulega hafið.

Birgir Hansen - BH

Birgir Hansen er tónlistarmaður og söngvaskáld frá Reykjavík sem hefur sent frá sér plötuna BH. Hún er önnur plata Birgis, en árið 2020 kom platan Útitekin. Platan hefur verið í vinnslu í tæp tvö ár og kom út um miðjan júlí á öllum helstu...
02.08.2022 - 16:35

Tónlistargagnrýni

Sældarlegt sýrupopp

Bear the Ant er dúett þeirra Björns Óla Harðarsonar og Davíðs Antonssonar. Unconscious er fjögurra laga stuttskífa á þeirra vegum og rýnir Arnar Eggert Thoroddsen í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Dauðans alvara … og allt hitt líka

Svavar Pétur Eysteinsson, eða Prins Póló, stendur á bakvið plötuna Hvernig ertu? Um er að ræða sex laga plötu hvar léttúð og kerskni takast á við eilífðarspurningar af ýmsum toga. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata...

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Kræklótt kammerpopp

Samnefnd plata Milkhouse er önnur breiðskífa sveitarinnar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

2. - 9. ágúst 2022
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]