Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Karitas Harpa - On the Verge

On the Verge er fyrsta sólóplata tónlistar- og fjölmiðlakonunnar Karitasar Hörpu og hennar fyrsta í fullri lengd. Platan er að hennar sögn persónulegt ferðalag þar sem skiptist á skin og skúrir eins og í lífinu sjálfu.
18.01.2021 - 17:40

„Hlær þá bara meira með augunum“

Gamanleikurinn Fullorðin var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í byrjun janúar. Verkið var samið af leikhópnum og þar er fjallað um það hlutskipti okkar að verða fullorðin. Leikarar sýningarinnar segja það dásamlega tilfinningu að standa aftur á...

Skynsamlegt að hefja sölu vegna minni óvissu

Skynsamlegt er að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka því mun minni óvissa er núna heldur en var fyrir ári þegar hætt var við sölu á bankanum segir, Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir að óvissan...
18.01.2021 - 11:56

Viðhaldsverkefni tekin út úr hugmyndasamkeppni

Yfir eitt þúsund hugmyndir hafa borist í hugmyndasöfnun Reykjavíkur, Hverfið mitt. Nú er kosið um hugmyndir á tveggja ára fresti, meira fjármagn er í framkvæmdasjóðinum og því stærri hugmyndir framkvæmanlegar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri...

Hefði haldið áfram ef Eiður Smári hefði ekki hætt

Atli Guðnason á frábæran feril að baki með FH. Hann spilaði 378 leiki fyrir liðið og skoraði 93 mörk. Atli er margfaldur Íslands- og bikarmeistari auk þess að vera markahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópukeppnum. Það stefndi þó lengi vel í að Atli...
18.01.2021 - 07:52

Tónlistargagnrýni

Dátt djassinn dunar

Kryddlögur er fyrsta breiðskífa djasshljómsveitarinnar Piparkorn og plata vikunnar á Rás 2.

Fölleit er fegurðin

About Time er fyrsta breiðskífa Febrúar sem er listamannsnafn Bryndísar Jónatansdóttur. About Time sem er plata vikunnar á Rás 2 er tilkomumikið verk og magnaður frumburður.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Jólalagakeppni Rásar 2

Langar þig til að semja jólalag? Rás 2 auglýsir nú eftir lögum í Jólalagakeppni Rásar sem fer nú fram í sautjánda sinn. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir besta lagið.

Sendu inn lagið þitt hér

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Karitas Harpa - On the Verge

On the Verge er fyrsta sólóplata tónlistar- og fjölmiðlakonunnar Karitasar Hörpu og hennar fyrsta í fullri lengd. Platan er að hennar sögn persónulegt ferðalag þar sem skiptist á skin og skúrir eins og í lífinu sjálfu.
18.01.2021 - 17:40

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

19.01.21 - 26.01.21
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]