Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

„Þetta var ógeðslega erfitt“

„Þú hlýtur að vera hryðjuverkamaður,“ er á meðal þess sem jafnaldrar sögðu við aktívistann Eddu Falak þegar hún var að vaxa úr grasi. Edda er hálflíbönsk og henni var strítt þegar hún var barn því hún þótti framandi í útliti og með erlent millinafn...
06.07.2022 - 13:57

Demo – Neistar

Hljómsveitin Demo kemur úr Reykjanesbæ hefur sent frá sér þröngskífuna Neistar sem er að sögn þeirra slysakonseptplata um að hætta saman. Sveitin, sem segist spila ostapopp, hefur spilað saman í þrjú ár. Meðlimir kynnstust í gegnum starf sitt í...
05.07.2022 - 14:04

Herbert tekur „alla hittarana" á þjóðhátíð í ár

Þeir aðdáendur Herberts Guðmundssonar sem eiga miða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið geta verið ánægðir með sín viðskipti. Herbert treður enda upp í Dalnum á sunnudagskvöldinu, í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom í Síðdegisútvarpið á Rás 2 til...

Nokkrir sumarslagarar í ferðalagið

Það er ekki að sjá að tónlistarfólkið okkar fari í sumarfrí miðað við útgáfuna nú í byrjun júlí. Þau sem kveða sér hljóðs í Undiröldunni að þessu sinni eru Herbert Guðmundsson, Baggalútur, Dr Gunni, Skoffín, Hreimur, Á móti sól, Lára Rúnars, Birgir...
04.07.2022 - 16:30

Stórauknar varnir í Evrópu á teikniborðinu

Sögulegum leiðtogafundi NATO ríkjanna í Madríd, lauk í gær. Brynja Huld Óskarsdóttir öryggis- og varnarmálasérfræðingur, segir að helstu tíðindi fundarins séu að ákvörðun hafi verið tekin um stórauknar varnir í Evrópu, sérstaklega austanmegin í...

Tónlistargagnrýni

Glúrið gáskapopp

Útúrsnúningur er fyrsta breiðskífa Gosa sem er listamannsnafn Andra Péturs Þrastarsonar (og stundum fleiri). Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Angurblíða og einlægni

Flækt og týnd og einmana er stuttskífa eftir tónlistarkonuna Unu Torfa. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Demo – Neistar

Hljómsveitin Demo kemur úr Reykjanesbæ hefur sent frá sér þröngskífuna Neistar sem er að sögn þeirra slysakonseptplata um að hætta saman. Sveitin, sem segist spila ostapopp, hefur spilað saman í þrjú ár. Meðlimir kynnstust í gegnum starf sitt í...
05.07.2022 - 14:04

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

5. - 12. júlí 2022
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]