Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Ragnar Þór - Pink Floyd og Neil Young

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Lítur nafnlausa auglýsingu alvarlegum augum

Forstjóri Lyfjastofnunar lítur nafnlausa heilsíðuauglýsingu sem birtist í morgunblaðinu í gær mjög alvarlegum augum, í henni var fólk hvatt til að tilkynna ýmsar aukaverkanir til Lyfjastofnunar og ýjað að því að auglýsingin væri þaðan komin....

Pálmi Sigurhjartarson - Undir fossins djúpa nið

Undir fossins djúpa nið er fyrsta sólóplata Pálma Sigurhjartarsonar og kemur út á tvöföldum vinyl. Platan inniheldur 17 lög eftir höfundinn sem auk þess að spila á hljómborð, útsetur og syngur stóran hluta plötunnar.
11.05.2021 - 17:50

Fertug plata diskógyðjunnar Grace Jones

Platan Nightclubbing er 40 ára í dag, hún kom út á þessum degi 11. maí árið 1981 og er plata dagsins í Popplandi. Þetta er fimmta stúdíóplata þessarar söngkonu og lagahöfundar, sem kemur frá Jamaíku, en hún var auðvitað miklu meira en það,...
11.05.2021 - 15:48

Rosalega stressandi að sjá viðbrögðin

„Maður tekur úr sér hjartað og ber á borð fyrir fólk,“ segir Anna Stína Gunnarsdóttir rithöfundur um útgáfu fyrstu bókar sinnar sem nefnist Dagbókin. Bókin kemur út á morgun samhliða fyrstu bók Sólveigar Johnsen sem nefnist Merki. Báðar fjalla þær...

Tónlistargagnrýni

Friðsælt um að litast

Ný breiðskífa Ólafs Arnalds kallast Some kind of Peace og er höfgi bundin, eins og nafnið gefur til kynna. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Svo ljóslifandi og bjart

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius senda nú frá sér jólaplötu í sameiningu og kallast hún einfaldlega Það eru jól. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Pálmi stígur fram í sviðsljósið

Undir fossins djúpa nið er fyrsta sólóplata Pálma Sigurhjartarsonar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

13.04.21 - 20.04.21
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]