Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

„Við gætum öll tekið krossapróf úr ævisögu Bubba“

„Við þurfum ekkert að fara yfir það en „celeb“ VIP-hópurinn á Íslandi er svona fjörutíu manns. Svo mér finnst mest skemmtilegt að hitta fólk sem hefur sögu að segja sem ég hef ekki heyrt,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður sem ræðir við...

Prins Póló í tipp topp standi á jólunum

Jólabarnið Svavar Pétur Eysteinsson, eða Prins Póló eins og hann kallar sig þegar kórónan er komin á höfuðið, flutti lag sitt Tipp Topp í glænýjum búningi á Aðventugleði Rásar 2 sem fór fram í gær.
04.12.2021 - 10:18

Bræðurnir hlakka til að fá jólasveininn í heimsókn

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson eru fjölskyldumenn og mikil jólabörn. Þeir minnast þess að hafa sem ungir drengir beðið spenntir eftir komu jólasveinsins og því lá beint við að þeir syngju honum óð á Aðventugleði Rásar 2 í dag.

„Síðasti mánuðurinn sem ég má gorta mig af þessu“

Margrét Eir er mikið jólabarn og það er stór hluti af hátíðarhaldinu hjá henni að þenja raddböndin. Hún flutti glænýtt jólalag á Aðventugleði Rásar 2 sem er í beinni útsendingu á Rás 2 g RÚV.is í dag.
03.12.2021 - 12:05

Sú kemur tíð

Pendúll, nýjasta plata Árstíða, er til þess fallin að halda merki hljómsveitarinnar hátt á lofti, segir Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi.

Tónlistargagnrýni

Friðsælt um að litast

Ný breiðskífa Ólafs Arnalds kallast Some kind of Peace og er höfgi bundin, eins og nafnið gefur til kynna. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Svo ljóslifandi og bjart

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius senda nú frá sér jólaplötu í sameiningu og kallast hún einfaldlega Það eru jól. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Árstíðir - Pendúll

Hljómsveitina Árstíðir hefur sent frá sér plötuna Pendúl en sveitin er þekkt fyrir órafmagnaðann hljóðfæraleik og raddaðan söng. Hún hefur verið starfandi frá árinu 2008 og gefið út nokkrar breiðskífur og þröngskífur ásamt því að vera iðin við...
29.11.2021 - 15:50

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

09.11.21 - 16.11.21
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]