Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Mynd með færslu

Þurfa að ræða klám og samskipti við ungmenni

Afleiðingar af klámáhorfi birtast í því að ungir menn telja sig mega gera hvað sem þeir vilja við kærustur sínar, segir Sigurbjörg Harðardóttir, ráðgjafi hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Ungir menn sem telji sig...
30.11.2020 - 09:42

Segir brýnast að bólusetja þá allra elstu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fólki skuli raðað nákvæmar eftir aldri í forgangshópa fyrir bólusetningu gegn COVID-19 heldur en sóttvarnalæknir leggur til, sérstaklega í ljósi þess hversu mjög dánartíðni hækkar með...
30.11.2020 - 09:19

Kerskni Káins

Platan Kveðju skilað með Baggalúti er framhald plötunnar Sólskinið í Dakota frá 2009. Á báðum plötum eru lög við kvæði eftir vesturíslenska skáldið Káin. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

„Ég glotti nú bara út í annað“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki með fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum eins og Björn Leifsson eigandi World Class hélt fram. Hann stundar sjálfur reglulega líkamsrækt, meira að segja í World Class.
28.11.2020 - 10:45

Sambland af ofboðslegum hæfileikum og miklum göllum

Helgi Hrafn Guðmundsson bjó lengi vel í Argentínu og þekkir því argentínska þjóðarsál nokkuð vel. Hann segir Maradona vera nánast alltumlykjandi í Argentínu og íbúar landsins hafi elskað hann líkt og um náin vin væri að ræða.
28.11.2020 - 10:17

Tónlistargagnrýni

Allt fram streymir

Með öðrum orðum er fyrsta sólóplata Elínar Hall. Platan rennur óheft áfram, stundum eins og í skyssuformi, nálgun sem gefur henni athyglisverða og nokk heillandi áferð. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Litróf skugganna

Aldís Fjóla á að baki giska langan feril sem tónlistarmaður og söngkona en Shadows er hennar fyrsta sólóplata og plata vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Jólalagakeppni Rásar 2

Langar þig til að semja jólalag? Rás 2 auglýsir nú eftir lögum í Jólalagakeppni Rásar sem fer nú fram í sautjánda sinn. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir besta lagið.

Sendu inn lagið þitt hér

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Kerskni Káins

Platan Kveðju skilað með Baggalúti er framhald plötunnar Sólskinið í Dakota frá 2009. Á báðum plötum eru lög við kvæði eftir vesturíslenska skáldið Káin. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

24.11.20 - 01.12.20
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]