Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

„Ekki sagt að það ætti að loka okkur inni í tvær vikur“

„Það var rosalega heitt og þessi tilfinning, að vera frelsissviptur, er svakaleg. Maður hafði ekkert um þetta að segja,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir stjórnandi og fjármálaráðgjafi sem fyrir tveimur árum lenti í ótrúlegu ævintýri í Víetnam. Þóra...
22.01.2022 - 09:00

Enginn óviti

Bushido er bústin og voldug plata frá rapparanum Birni, segir Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi, sem skynjar plötuna sem úthugsað og heildstætt verk með skýrum þræði út í gegn.
21.01.2022 - 11:16

„Mér líður eins og ég sé þrítugur“

Þjóðargersemin Laddi er 75 ára í dag. Það er alltaf nóg að gera hjá honum enda eftirspurnin eftir hans kröftum nóg. Eftir meira en 50 ár í bransanum skánar þó lítið að fara í viðtöl. „Ég reyni yfirleitt að koma mér frá því, segist vera haltur eða...
20.01.2022 - 12:05

Börn innilokuð alein í herbergi í sóttkví eða einangrun

Umboðsmaður barna segir að dæmi séu um að börn þurfi að vera innilokuð ein í herbergi í sóttkví eða einangrun. Sum hafi ítrekað þurft að fara í sýnatöku vegna covid.
20.01.2022 - 09:35

Alls ekki þöggun að gagnrýna transfóbískan málflutning

Formaður Samtakanna '78 segir að það geti ekki talist þöggun að gagnrýna transfóbískan-málflutning. Málflutningur valdamikils fólks sem talar gegn transfólki geti verið mjög skaðlegur. 
19.01.2022 - 09:07

Tónlistargagnrýni

Friðsælt um að litast

Ný breiðskífa Ólafs Arnalds kallast Some kind of Peace og er höfgi bundin, eins og nafnið gefur til kynna. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Svo ljóslifandi og bjart

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius senda nú frá sér jólaplötu í sameiningu og kallast hún einfaldlega Það eru jól. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Birnir – Bushido

Seint síðasta ári sendi rapparinn Birnir frá sér sína aðra breiðskífu sem heitir Bushido og fylgir eftir plötu hans Matador. Plötunni hefur verið vel tekið meðal tónlistarunnenda og gagnrýnenda. Á henni má finna 15 lög og gestainnkomur frá GDRN,...
17.01.2022 - 16:30

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

14 desember – 21 desember 2021
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]