Þetta eru jarðirnar sem Ratcliffe hefur eignast

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur stóraukið umsvif sín á Norðausturlandi og á mun fleiri jarðir en talið var, eins og Kveikur sagði frá á þriðjudag. Þar kom fram að Ratcliffe á nú meirihluta í 30 jörðum, sem er rúmlega tvöfalt meira en í ársbyrjun í fyrra.

Þetta eru jarðirnar sem Ratcliffe hefur eignast

Þar að auki á Ratcliffe minnihluta í níu jörðum. Alls 39 jarðir, þar af 24 í Vopnafirði. Þá á hann veiðirétt í tveimur þjóðlendum í Selárdal í Vopnafirði: Mælifelli og Selsárvöllum. Allt í allt réttindi á 41 jörð.

Ratcliffe á nú land við átta laxveiðiár á Norðausturlandi: Hofsá, Sunnudalsá, Vesturdalsá og Selá í Vopnafirði; Miðfjarðará í Miðfirði á Langanesströnd; og Hafralónsá, Kverká og Svalbarðsá í Þistilfirði.

Eignarhald á jörðum hans er tiltölulega flókið. Hann er hvergi sjálfur skráður eigandi í fasteignaskrá, heldur félög í hans eigu. Að baki þeim eru svo önnur félög. Kveikur skoðaði lögbýlaskrá og fasteignaskrá Þjóðskrár, tugi ársreikninga og yfir 100 afsöl, ásamt öðrum gögnum, til að finna út hvaða jarðir væru í eigu Ratcliffes að hluta eða öllu leyti, og hversu stóran hlut hann ætti í hverri.

Opinberar mælingar á stærð allra jarða eru ekki til, en með því að styðjast við gögn fyrirtækisins Loftmynda, sem eru líklega hvað næst því að teljast nákvæm, má þó gróflega áætla að jarðir sem Ratcliffe á hlut í nái yfir um 1400 til 1500 ferkílómetra, sem er um 1,4% af flatarmáli Íslands. Það er meira en 17 sinnum stærra en Þingvallavatn.

Hér er birtur listi yfir jarðirnar miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þar sem eignarhlutur Ratcliffes er tilgreindur er átt við raunverulegan hlut hans í jörðinni, óháð því hvernig eignirnar eru skráðar á mismunandi félög.

Séð niður í Hofsárdal í Vopnafirði.

Vopnafjörður


Áslaugarstaðir
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 57,8%

Eyðibýlið Borgir í Sunnudal í Vopnafirði.

Borgir
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Breiðamýri
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 43,3%

Deildarfell
Í Hofsárdal
Land að Hofsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Einarsstaðir, innst í Hofsárdal í Vopnafirði.

Einarsstaðir
Í Hofsárdal
Land að Hofsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Fagurhóll
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 43,3%

Fremri-Nýpi fylgir eina þekkta heitavatnslindin í Vopnafirði sem hefur í áratugi verið nýtt í almenningssundlaug Vopnfirðinga.

Fremri-Nýpur
Utan við Vesturárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Gnýstaðir
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 88,1%

Guðmundarstaðir í Hofsárdal í Vopnafirði.

Guðmundarstaðir
Eyðibýli í Hofsárdal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hagi
Eyðibýli í Hofsárdal
Land að Hofsá og Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hamar
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 86,7%

Hauksstaðir
Í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 20%

Hámundarstaðir 1 og 3
Við ósa Selár
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 43,3%

Háteigur í Hofsárdal í Vopnafirði.

Háteigur
Í Hofsárdal
Land að Hofsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Innst í Sunnudal í Vopnafirði eru jarðirnar Hraunfell, til hægri, og Gnýstaðir, til vinstri.

Hraunfell
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 48,8%

Hvammsgerði
Í mynni Selárdals
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 86,7%

Eyðibýlin Fagurhóll, til hægri, og Lýtingsstaðir í Selárdal í Vopnafirði.

Lýtingsstaðir 1
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 86,7%

Rjúpnafell
Eyðibýli í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Síreksstaðir
Í mynni Sunnudals
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Skógar 2
Utan við Vesturárdal
Land að Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Sunnudalur
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 87,5%

Ytri-Hlíð 1 og Ytri-Hlíð 2 í Vesturárdal í Vopnafirði eru meðal jarða sem Ratcliffe hefur keypt af Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti.

Ytri-Hlíð 1
Í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Ytri-Hlíð 2
Í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Þorvaldsstaðir
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 42,9%

Við ósa Miðfjarðarár í Miðfirði á Langanesströnd.

Langanesströnd


Kverkártunga
Eyðibýli í Miðfirði
Land að Miðfjarðará
Eignarhluti Ratcliffes: 26,2%

Miðfjarðarnessel
Í Miðfirði
Land að Miðfjarðará
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Miðfjörður 2
Í Miðfirði
Land að Miðfjarðará
Eignarhluti Ratcliffes: 17,5%

Brúarland og Gunnarsstaðir í Þistilfirði.

Þistilfjörður

Brúarland
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Gunnarsstaðir 1
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 25%

Hallgilsstaðir í Þistilfirði.

Hallgilsstaðir 2
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá og Kverká
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hvammur 1
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 91,7%

Hvammur 3
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hvammur 4
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Svalbarðssel
Við Svalbarðsá
Land að Svalbarðsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Víðimörk
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Á Grímsstöðum á Fjöllum.

Hólsfjöll og Jökuldalsheiði


Grímsstaðir 1
Eitt af fjórum býlum á Grímsstöðum á Fjöllum
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Grímstunga
Eitt af fjórum býlum á Grímsstöðum á Fjöllum

Grímstunga 2
Eitt af fjórum býlum á Grímsstöðum á Fjöllum

Háreksstaðir
Eyðibýli á Jökuldalsheiði
Eignarhluti Ratcliffes: 100%