Þóra Arnórsdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Lára Ómarsdóttir

Nýr faraldur breiðist út um heimsbyggðina. Vegna COVID-19 þurfa hundruð milljóna að halda sig heima við til að stemma stigu við útbreiðslunni. Hvaða sjúkdómur er þetta? Hversu hættulegur er hann? Og hversu vel erum við undir sóttina búin?

COVID-19 hefur þegar haft mikil áhrif á samfélagið hér eins og víðast hvar annarsstaðar í Evrópu. Stjórnvöld hafa bæði verið lofuð og gagnrýnd fyrir viðbrögð sín og hundruð Íslendinga sæta ýmist sóttkví eða einangrun til að reyna eftir fremsta megni að hindra útbreiðslu COVID-19.

Í þessari vefumfjöllun svörum við spurningunum um hvaða veiran kom, hvernig faraldrar breiðast yfir heiminn og hvernig akkúrat þessi veira hefur svona mikil áhrif, og hvað verið er að gera til að bregðast við á Íslandi.

Þú getur horft á sjónvarpsútgáfu umfjöllunarinnar í heild sinni hér eða haldið áfram að lesa vefútgáfu umfjöllunarinnar.

Næsti hluti:
Hvað er COVID-19? →