Mynd: RÚV
RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum
Slökkt á útsendingum Rondó á FM í Reykjavík
Á næstu dögum víkur útvarpssendir Ríkisútvarpsins á Vatnsenda fyrir íbúðabyggð og tengivegi milli Breiðholts og Kórahverfis. Við vinnum því hörðum höndum að því að færa sendabúnað af Vatnsenda og á Úlfarsfell.
Hluti af því ferli er að slökkt verður á útsendingum Rondó á FM í Reykjavík (87,7mHz).
Þó ekki verði hægt að hlusta á Rondó í gegnum FM-senda verður enn hægt að hlusta eftir ýmsum öðrum leiðum, til dæmis:
- í öppum RÚV
- á www.ruv.is
- á www.spilarinn.is
- í appi Bylgjunnar
- á sjónvarpsdreifileiðum Símans og Vodafone.
- í netútvörpum
- í snjallhátölurum
Ef hlustendur vilja hlusta á Rondó í bílnum er besta leiðin að tengja símann við bílinn með Bluetooth og spila Rondó í RÚV-appinu. Hljómgæði Rondó þar eru í þokkabót betri en á FM.