RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Mikið áhorf og jákvætt viðhorf til Kveiks

Mynd með færslu
 Mynd:
65% þjóðarinnar horfði á þátt Kveiks um Samherjaskjölin sem sýndur var 12. nóvember samkvæmt nýrri könnun MMR.

Spurt var um áhorf og viðhorf fólks í kjölfar þáttar og óhætt er að fullyrða að landsmenn kunni vel að meta rannsóknarblaðamennsku Kveiks.  Mikill meirihluti þeirra sem horfðu á þáttinn svöruðu því til að þátturinn væri vel unninn, eða 86%.   Jafnframt voru 77% aðspurðra sammála því að Kveikur félli vel að hlutverki RÚV og 81% að Kveikur veitti samfélaginu mikilvægar upplýsingar.

Staðreyndirnar tala sínu máli um mikilvægi Fréttaþjónustu RÚV og rannsóknarblaðamennsku í íslensku samfélagi. 

Samkvæmt þjónustusamningi RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið er Ríkisútvarpinu gert að láta kanna viðhorf og traust þjóðarinnar með reglubundnum hætti.

Könnunin var framkvæmd af MMR fyrir RÚV dagana 15. – 22. nóvember 2019.  Svarfjöldi 1.061 og úrtak Íslendingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi Álitsgjafa MMR

30.11.2019 kl.14:12
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni