RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Kartöflur: Flysjaðar í Útvarpsleikhúsinu

Mynd með færslu
 Mynd:
Kartöflur: Flysjaðar er nýtt heimildaleikhúsverk eftir sviðslistahópinn CGFC í samstarfi við Halldór Eldjárn. Verkið er unnið upp úr sama rannsóknarbanka og sviðslistaverkið Kartöflur sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu árið 2019.

Sviðsverkið Kartöflur var tilnefnt til Grímunnar árið 2020 sem leikrit ársins en verkið tekur nú á sig nýja mynd í Útvarpsleikhúsinu. Hlustendur mega búast við áður óbirtu efni sem við kemur kartöflurækt á Íslandi. Í þetta sinn fylgjumst við með CGFC flokknum sinna starfi sínu sem kartöflusérfræðingar á Vísindavefnum og fylgjum þeim í vettvangsferðir í tíma og rúmi þegar þau leitast við að svara spurningum sem brenna á landsmönnum. 

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

 

Leikhópinn CGFC skipa Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Halldór Eldjárn, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir.

Fyrsti hluti er á dagskrá Rásar 1 laugardaginn 6. mars klukkan 14.05, síðari hlutar eru á dagskrá klukkan 14.05 laugardagana 13. og 20. mars.

 

04.03.2021 kl.14:10
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni