Lokað er fyrir innsendingar
Misstirðu af í þetta sinn? Haltu þá áfram að þróa hugmyndina þína og við hlökkum til að fá hana senda næsta vor þegar við opnum fyrir innsendingar á ný!
Nú erum við með fangið fullt og brettum upp ermar. Allir fá póst frá okkur um framhaldið.
Fyrirspurnir vegna Hugmyndadaga má senda á netfangið: [email protected]
---------------------------
Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í sjötta sinn 22. – 23. október 2020.
Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gefst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar RÚV eru tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017.
Alls hafa yfir 1100 hugmyndir borist Hugmyndadögum frá upphafi, um 340 hópar og einstaklingar verið boðaðir á fund í Efstaleiti til að kynna tillögur sínar nánar og á fimmta tug verkefna hafa þegar orðið að veruleika, eru í þróun eða í frekari skoðun. Markmiðið er að auka enn fjölbreytni í dagskrárframboði RÚV, opna hugmyndaþróunina og styrkja tengsl RÚV og sjálfstæðra framleiðenda. Meðal hugmynda sem komið hafa inn á Hugmyndadögum og orðið að veruleika eru dagskrárliðirnir Árny og Daði í Kambódíu, Hinseginleikinn, Smá pláss, Fólkið á bak við flóttann, Ólétta stelpan, Ymur, Ekkert skiptir máli, Íslenska mannflóran, Hyldýpi og Fallnar borgir.
Auglýst er eftir tillögum að dagskrárefni af öllu tagi í alla miðla RÚV; í sjónvarp, útvarp og á vef. Í þetta sinn kallar sjónvarpið sérstaklega eftir tónlistarþáttum, fjölskylduvænu efni og þáttagerð fyrir ungt fólk.
Frestur til að koma hugmyndum og tillögum á framfæri er til og með 27. september. Unnið verður úr innsendum hugmyndum og völdum hópi boðið að kynna hugmyndir sínar fyrir dagskrárstjórum á Hugmyndadögum 22.-23. október. Framleiðslufyrirkomulag og annað er opið til frekari umræðu en í dag framleiðir RÚV hluta af efni sínu sjálft en vinnur annað í samstarfi við aðra.
Netfang Hugmyndadaga er [email protected].
Að Hugmyndadögum loknum í október, verða þeir aftur haldnir vorið 2021.