Hugmyndadögum í mars hefur verið frestað vegna COVID-19

Hugmyndadagar

Ath. Hugmyndadögum að vori verður fundinn nýr tími þegar viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið lækkað.

---------------------------

Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í sjötta sinn 16. – 18. mars 2020.

Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gefst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar RÚV eru tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017.

Alls hafa yfir 1100 hugmyndir borist Hugmyndadögum frá upphafi, um 340 hópar og einstaklingar verið boðaðir á fund í Efstaleiti til að kynna tillögur sínar nánar og á fimmta tug verkefna hafa þegar orðið að veruleika, eru í þróun eða í frekari skoðun. Markmiðið er að auka enn fjölbreytni í dagskrárframboði RÚV, opna hugmyndaþróunina og styrkja tengsl RÚV og sjálfstæðra framleiðenda. Meðal hugmynda sem komið hafa inn á Hugmyndadögum og orðið að veruleika eru dagskrárliðirnir Árny og Daði í Kambódíu, Hinseginleikinn, Smá pláss, Fólkið á bak við flóttann, Ólétta stelpan, Ymur, Ekkert skiptir máli, Íslenska mannflóran, Hyldýpi og Fallnar borgir.

Frestur til að koma hugmyndum og tillögum á framfæri er runninn út. Nú verður unnið úr innsendum hugmyndum og völdum hópi boðið að kynna hugmyndir sínar fyrir dagskrárstjórum á Hugmyndadögum 16. – 18. mars 2020.

Netfang Hugmyndadaga er [email protected].

Að Hugmyndadögum loknum í mars, verða þeir aftur haldnir í september 2020.