Hugmyndadagar í mars 2022

Hugmyndadagar

Langar þig til að segja góða sögu í hljóðvarpi og hlaðvarpi? 
Ertu með hugmynd að þáttagerð fyrir ungt fólk, í sjónvarp eða á vef?

Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í níunda sinn í mars 2022.
Innsendingarfrestur hugmynda og nánari dagsetningar verða auglýstur síðar.

Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gefst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar fara alla jafna fram tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017.

Alls hafa meira en 2100 hugmyndir borist Hugmyndadögum frá upphafi, um 500 hópar og einstaklingar verið boðaðir á fund í Efstaleiti eða á Teams til að kynna tillögur sínar nánar og á áttunda tug verkefna hafa þegar orðið að veruleika, eru í þróun eða í frekari skoðun. Markmiðið er að auka enn á fjölbreytni í dagskrárframboði RÚV, opna hugmyndaþróunina og styrkja tengsl RÚV og sjálfstæðra framleiðenda. Meðal hugmynda sem komið hafa inn á Hugmyndadögum og orðið að veruleika eru dagskrárliðirnir Árny og Daði í Kambódíu, Hinseginleikinn, Smá pláss, Fólkið á bak við flóttann, Ólétta stelpan, Ymur, Ekkert skiptir máli, Íslenska mannflóran, Hyldýpi og Fallnar borgir, Lífsformið, Lögfræði á mannamáli, Nærumst og njótum, Sælla að gefa o.fl.

Frestur til að koma hugmyndum og tillögum á framfæri verður auglýstur síðar, en unnið verður úr innsendum hugmyndum og völdum hópi boðið að kynna hugmyndir sínar fyrir dagskrárstjórum á Hugmyndadögum í mars. Framleiðslufyrirkomulag og annað er opið til frekari umræðu en í dag framleiðir RÚV hluta af efni sínu sjálft en vinnur annað í samstarfi.

Netfang hugmyndadaga er [email protected] 

Ath. Aðeins hugmyndir sem sendar eru inn um hugmyndagátt hér að neðan verða teknar gildar.

 

 

Hægt er að senda frekari upplýsingar um verkefnið, hljóðbút, myndbút eða hvað annað sem þú/þið teljið að komi hugmynd ykkar frekar á framfæri hér með viðhengi.

Athugið: Viðhengi getur ekki verið stærra en 20 MB. Ef viðhengi er stærra þá vinsamlegast sendið það á netfangið [email protected] t.d. með vimeo eða wetransfer