Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Youtube hafnar íslenskum tónskáldum

13.01.2012 - 08:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Forsvarsmenn myndbandavefsins Youtube neituðu nýlega beiðni Félags tónskálda og textahöfunda um að greiða höfundarréttargjöld vegna birtingar íslensks efnis á vefnum.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jakob Frímann Magnússon, formann félagsins. Hann segir Íslendinga að líkindum eiga heimsmet í Youtube og Facebook-notkun. Félagið vilji að Youtube greiði fyrir íslenskt efni, líkt og þeir geri víða annars staðar í heiminum. Því hafi verið hafnað og telur Jakob Frímann að stjórnendur Youtube telji Ísland ekki nógu stórt og digurt til að verðskulda slíkt.