Yfir 40 stiga hitamunur á Norður- og Suður-Finnlandi

19.01.2020 - 21:03
Erlent · Finnland · veður
epa07258243 People walk in snow-covered streets of the city of Outokumpu, Finland amid snowfalls and a heavy winter storm in Finland, 02 January 2019. Finnish media reports state thousands temporarily lost electricity as heavy storm winds of up to 41 meters per second hit the coastal areas and later southern and central Finland, breaking the wind speed records from 1971 and bringing along fresh snow and hampering traffic.  EPA-EFE/KIMMO BRANDT
 Mynd: EPA-EFE - Compic
Dagurinn í dag var sá kaldasti í Finnlandi þennan veturinn þegar hitastigið mældist -37,9 gráður á Celcius við vatnið Kevojärvi í bænum Utsjoki. Í suðurhluta landsins er staðan allt önnur og hitinn mældist um fimm gráður.

Finnska ríkisútvarpið, Yle, greinir frá því að veturinn í ár sé sá hlýjasti síðustu hundrað árin. Meðalhitinn í janúar í suðvesturhluta landsins hefur verið níu til 10 gráðum hærri en vanalega. Allt stefnir í að vötn þar verði ekki ísi lögð þennan veturinn sem þykja nokkur tíðindi þar sem slíkt hefur ekki gerst áður, svo vitað sé.

Áfram er spáð miklum kulda í norðurhlutanum og var munurinn á hitastigi í suðri og norðri í dag yfir 40 gráður. Næstu daga er spáð -30 gráðum fyrir norðan. Í nótt rigndi í suður Finnlandi en í norðausturhlutanum og í suðurhluta Lapplands hélt áfram að snjóa. 12 sentimetra þykkur snjór féll þar í nótt.  

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir