Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

WOW air verður með skrifstofur á Ítalíu

26.02.2020 - 13:14
Mynd með færslu
 Mynd: Marvin Mutz - Wiki Commons CC-BY-SA
WOW air opnar skrifstofur í Róm, höfuðborg Ítalíu, og á Sikiley, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins. Þar segir að skrifstofurnar eigi að sinna farþega- og vöruflugi félagsins sem hefjist í mjög náinni framtíð. Guiseppe Cataldo hefur verið kynntur til sögunnar sem yfirmaður WOW air á Ítalíu.

US Aerospace Associates keypti vörumerki og fleiri eignir úr þrotabúi WOW air í haust. Michele Ballarin, stjórnarformaður fyrirtækisins sagði í september að WOW air myndi hefja flug milli Íslands og Dulles flugvallar við Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í október. Því flugi var síðan frestað fram í desember. Þegar desember rann upp sagði Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður Ballarin hér á landi, að biðin í jómfrúarflug nýja flugfélagsins teldist í vikum frekar en mánuðum. Snemma í janúar sagði Ballarin að fyrsta flugið yrði innan fárra  vikna. Ekki hefur enn orðið af því.