Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

WOW aflýsir öðru flugi frá Lundúnum

25.03.2019 - 18:02
Mynd með færslu
 Mynd:
WOW air hefur aflýst öðru flugi frá Gatwick-flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa WOW verða allar ferðir félagsins samkvæmt áætlun á morgun. Farþegar sem áttu bókað far frá Dyflinni til Keflavíkur fengu skilaboð frá WOW síðdegis að flug þeirra hefði verið fellt niður. Tveimur mínútum síðar fengu farþegarnir önnur skilaboð um að hunsa fyrri skilaboð því flogið yrði 0:55 að staðartíma.

Í svari við fyrispurn fréttastofu segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að eins og staðan sé núna verði allar ferðir WOW á áætlun í fyrramálið fyrir utan Las Palmas sem frestast um fjóran og hálfan tíma. Engum ferðum hafi verið aflýst.  „Því miður þurftum við að aflýsa flugi frá London í dag en flogið verður á morgun samkvæmt áætlun.“

Talsverð óvissa ríkir um framtíð WOW og hafa bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Ráðherrarnir hafa einnig sagt að ekki komi til greina að ríkið komi með beinum hætti inn í rekstur WOW.

Um tíma virtist ferð WOW frá Dyflinni líka hafa verið aflýst, farþegar fengu að minnsta kosti skilaboð um slíkt.  Tveimur mínútum síðar voru farþegar beðnir um að hunsa fyrri skilaboð því ferðin yrði farin klukkan 0:55.  

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV