Will Ferrell leikur Íslending

epa06442918 US actor Will Ferrell greets the crowd as he walks on the court following the men's first round match between Roger Federer of Switzerland and Aljaz Bedene of Slovenia at the Australian Open Grand Slam tennis tournament in Melbourne, Australia, 16 January 2018.  EPA-EFE/JOE CASTRO AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA

Will Ferrell leikur Íslending

17.05.2019 - 19:45

Höfundar

Bandaríski leikarinn Will Ferrell leikur íslenska Eurovison-söngvara í væntanlegri mynd um söngvakeppnina. Rachel McAdams fer með hlutverk íslenskrar söngkonu.

Myndin ber titilinn Eurovision en Ferrell og McAdams eru stödd í Tel Aviv í Ísrael þar sem keppnin fer fram þetta árið til að kynna sér aðstæður. Hann hefur verið mikill aðdáandi söngvakeppninnar í mörg ár.

Ferrell fór einnig á Eurovision í Portúgal fyrir ári. Gísli Marteinn Baldursson segir á Twitter að leikarinn hafi staðfest þetta á sviði Expo-hallarinnar í Tel Aviv skömmu áður en dómararennslið hófst klukkan sjö.