WHO: COVID-19 ekki jafn skæð og HABL

18.02.2020 - 02:17
epa08215111 A doctor checks oxygen saturation of a patient at Jinyintan Hospital, designated for critical COVID-19 patients, in Wuhan, Hubei province, China, 13 February 2020. The city, the epicenter of the novel coronavirus outbreak, reported 13,436 new cases of COVID-19 on 12 February only, after the city combed communities for patients and expanded the capacity to take them in. The disease caused by the SARS-CoV-2 has been officially named Covid-19 by the World Health Organization (WHO). The outbreak, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 1,369 people with over 60,000 infected worldwide, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Yfir 1.800 eru nú látnir af völdum COVID-19 kórónaveirunnar í Kína, og tilfelli orðin fleiri en 72 þúsund í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í Hubei héraði greindu frá rúmlega 1.800 nýjum tilfellum í gær og að 93 til viðbótar hafi látið lífið af völdum veirunnar.

Langflest tilfellanna í Kína eru í Hubei héraði, en veirunnar varð fyrst vart í Wuhan, stærstu borg héraðsins. Samkvæmt úttekt Johns Hopkins háskólans eru rúmlega 12.500 búnir að ná sér af veirunni.

14 veikir til Bandaríkjanna

Utan Kína eru flest tilfelli veirunnar í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem liggur við bryggju í Yokohama í Kína. Þar eru 454 smitaðir. Yfir 300 Bandaríkjamenn voru sóttir til Japans og fluttir til Bandaríkjanna í gær. Áður en farþegarnir fóru um borð í flugvélina var bandarískum yfirvöldum tilkynnt um að 14 þeirra væru með COVID-19. Þeim var leyft að fara með, en voru einangraðir frá öðrum farþegum. Þrettán tilfellanna voru sögð verulega áhættusöm og voru þeir farþegar fluttir á heilbrigðisstofnun háskólans í Nebraska til frekari skoðunar. Allir farþegarnir sem lentu í Bandaríkjunum verða að fara í tveggja vikna sóttkví.

Ekki jafn skæð og HABL

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir gögn frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína sýna að veiran sé ekki jafn skæð og HABL í byrjun aldarinnar. Um 80 prósent þeirra sem smitast af COVID-19 sýna væg einkenni og eiga eftir að ná sér. Um 14 prósent þeirra sem smitast fá fylgikvilla á borð við lungnabólgu, ástand fimm prósenta smitaðra er alvarlegt og um tvö prósent deyja af völdum sjúkdómsins. Þá sagði Tedros að COVID-19 veiran leggist ekki jafn þungt á börn og fullorðna, og hættan á að deyja af völdum sjúkdómsins aukist með hærri aldri sjúklingsins.