Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Wen Jiabao kominn - myndir

20.04.2012 - 12:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Flugvél Wens Jiabao, forsætisráðherra Kína, lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tólf. Flugvél forsætisráðherrans lenti á flugvellinum við gamla varnarsvæðið en ekki við Leifsstöð eins og almennt farþegaflug.

100 manna fylgdarlið er í för með Wen. Í því eru menn áberandi úr viðskiptalífinu, fjölmiðla- og embættismenn. Lúðrasveit lék þjóðsöngva beggja landa við komuna. Í íslensku móttökunefndinni voru auk ráðherranna, embættismenn úr utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Kínverska sendinefndin hélt til Reykjavíkur frá Keflavík.

Eftir stutta hvíld fer Wen á fund með Jóhönnu Sigurðardóttur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.  Að loknum þeim fundi munu þau ávarpa fjölmiðlamenn en spurningar verða ekki leyfðar á þeim fundi.  Síðar hittir kínverski forsætisráðherrann forseta Íslands á Bessastöðum.  Búast má við miklum töfum á Hverfisgötu vegna öryggisgæslu í kringum fundinn í Þjóðmenningarhúsinu. Götunni verður lokað að stórum hluta á meðan á fundinum stendur

Heimsókn hans lýkur á sunnudag.