„Þetta eru fjórir þættir og ég reyni að fara aðeins inn í heimsmynd fólks á miðöldum, hvernig fólk horfði á heiminn; himininn og jörðina, og tala um þetta með tungutaki goðafræðinnar, þar sem guðirnir eru á himnum og við mennirnir á jörðinni,“ segir Gísli Sigurðsson um nýja útvarpsþætti um Völuspá. „Svo held ég áfram, tala um orðfærið, hvernig eldfjallalandslagið hér og eldgosin hafi getað orkað á fólk sem hingað kom. Hvernig þetta kemur allt saman í Völuspá þegar hún er að kljást við að lýsa heimsendi.“