Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Víxlnefur sést í annað sinn á Íslandi

15.11.2017 - 15:28
Mynd með færslu
 Mynd: John Harrison/Wikimedia - Wikimedia.org
Víxlnefur, sjalgæfur erlendur gestur, sást á Sólbrekku á Suðurnesjum í gær. Þessi fuglategund hefur einungis einu sinni sést á Íslandi áður svo vitað sé. Það var á Stöðvarfirði 2009.  

Karlfuglinn er fagurrauður um gump og höfuð með hvítar rákir á dökkum væng og  kvenfuglinn fagurlega gulur eða grænn.Víxlnefir eru finkur sem verpa í barrskógum á norðurhveli, um Norður-Ameríku, í Kanada og Alaska og næst okkur í norðaustanverðri Skandinavíu. Þeir eru oft í hópi krossnefa sem leggjast á flakk yfir Vestur-Evrópu í lok varptímans þegar fæðuskortur gerir vart við sig í heimkynnum þeirra. 

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV