Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vísar á bug ásökunum um þjóðarmorð

23.01.2020 - 10:46
Erlent · Afríka · Asía · Gambía · Mjanmar · Róhingjar
epa08066022 Myanmar's leader Aung San Suu Kyi departs the Peace Palace after the third day of hearings on the Rohingya genocide case, in The Hague, The Netherlands, 12 December 2019. Myanmar State Counselor Aung San Suu Kyi is defending her country at the International Court of Justice (ICJ) in The Hague against accusations of genocide filed by The Gambia, following the 2017 Myanmar military crackdown on the Rohingya Muslim minority.  EPA-EFE/KOEN VAN WEEL
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. Mynd: EPA-EFE - ANP
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, viðurkenndi í morgun að stríðsglæpir kynnu að hafa verið framdir gegn Róhingjum í heimalandi hennar, en vísaði á bug ásökunum um þjóðarmorð. 

Meira en 700.000 Róhingjar dvelja í flóttamannabúðum í Bangladess, fólk sem flýði ofsóknir hersins í Mjanmar. Flóttafólkið hefur greint frá margvíslegum ódæðisverkum hermanna og annarra, þar á meðal morðum og skipulögðum nauðgunum. 

Suu Kyi segir í grein sem birtist í blaðinu Financial Times í morgun að mannréttindasamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna hafi verið með órökstuddar fullyrðingar um ódæðisverk í Mjanmar og að frásagnir flóttamanna hafi verið ýktar.

Stjórnvöld í Afríkuríkinu Gambíu höfðuðu á liðnu ári mál á hendur Mjanmar og sökuðu herinn þar um þjóðarmorð gegn Róhingjum. Málið er til umfjöllunar hjá Alþjóðadómstólnum í Haag og er búist við að það taki nokkur ár.

Dómstóllinn fyrirskipaði í morgun stjórnvöldum í Mjanmar að gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum.