Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vísa fólki frá hættusvæði við eldfjallið Taal

20.01.2020 - 10:15
Erlent · Asía · eldgos · Filippseyjar
epa08130379 Sylvestre Barba (C) listens to a radio inside an evacuation center for citizens affected by the eruption of Taal Volcano in Santo Tomas, Batangas, Philippines, 15 January 2020. The Philippine Institute of Volcanology and Seismology (PHIVOLCS) has kept the alert level at four, following Taal Volcano's eruption on 12 January 2020.  EPA-EFE/MARK CRISTINO
Á annað hundrað þúsund manns búa í neyðarskýlum. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld á Filippseyjum hafa bannað fólki að fara til síns heima á hættusvæði umhverfis eldfjallið Taal, þar sem vísindamenn telja hættu á nýju sprengigosi.

Yfir 110 þúsund manns hafa þurft að búa í neyðarskýlum frá því að gos hófst í fjallinu fyrir rúmlega viku. Mörgum hefur þó verið leyft að fara inn á hættusvæðið að degi til til að sækja eigur sínar, hirða um skepnur og þrífa hús sín.

Vísindamenn segja að hættulegt sé að vera á fjórtán kílómetra svæði umhverfis fjallið. Jarðskjálftar hafa verið við það og mengun vegna brennisteinsdíoxíðs. Þá eru vísbendingar um að bergkvika sé að hlaðast upp og því er útlit fyrir að öflugt sprengigos hefjist hvenær sem er.