Vinirnir koma saman á ný

Mynd með færslu
 Mynd:

Vinirnir koma saman á ný

21.02.2020 - 22:30

Höfundar

Leikararnir úr sjónvarpsþáttunum Friends koma saman á ný í sérstökum þætti sem væntanlegur er í maí. Þátturinn er gerður í tengslum við það að HBO Max streymisveitan hefur göngu sína. Allir þættirnir um vinina verða aðgengilegir á veitunni auk nýja þáttarins.

Að því er fram kemur á vef Warner Media snúa leikararnir aftur á sviðið þar sem þættirnir voru teknir upp í Burbank kvikmyndaverinu. Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer léku vinina i 236 þáttum á árunum 1994 til 2004. 

Nýi þátturinn byggir ekki á handriti. Að því er Variety greinir frá fær hver og einn leikari 2,5 milljónir dollara fyrir að koma fram í þættinum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

It’s happening... @hbomax @jenniferaniston @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on