Vindhviða við Hafnarfjall mældist 71 metri á sekúndu

14.02.2020 - 11:02
Innlent · Óveður · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - Mynd
Vindhraði mældist 71 metri á sekúndu í hviðu við Hafnarfjall klukkan rétt rúmlega 10 í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Það er með því mesta sem mælst hefur hér á landi.

„Þetta eru óyfirfarin gögn en við teljum að þetta sé líklega rétt mæling,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur. 

Mesti vindhraði í hviðu sem hefur mælst á Íslandi var 74,2 metri á sekúndu á Gagnheiði 16. janúar 1995.   

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV