
Vill rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraels
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir dómstólinn ekki hafa lögsögu í landinu. Ísrael á ekki aðild að honum. Hann segir ákvörðun Bensouda gera dómstólinn að pólitísku vopni til að afnema sjálfstæði Ísraelsríkis.
Bensouda hefur óskað eftir því að ICC geri henni grein fyrir þeim umdæmum sem dómstóllinn hefur lögsögu yfir. Hún kveðst hafa aflað nægra gagna til þess að opna rannsókn og segir fátt benda til annars en að rannsókn eigi eftir að þjóna hagsmunum réttlætis. Ekki er ljóst hvenær dómstóllinn sendir henni svar, en Bensouda kveðst hafa beðið dómara um skjót svör svo hún geti tekið næstu skref.
Today, the #ICC prosecutor raised serious questions about the ICC’s jurisdiction to investigate #Israel. Israel is not a state party to the ICC. We firmly oppose this unjustified inquiry that unfairly targets Israel. The path to lasting peace is through direct negotiations.
— Secretary Pompeo (@SecPompeo) December 21, 2019
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti algjörri andstöðu Bandaríkjanna við rannsókn ICC á meintum stríðsglæpum Ísraelsmanna. Hann segir Bandaríkin andmæla þessum, sem og öðrum aðgerðum þar sem Ísrael fær ósanngjarna meðferð. Bandaríkin telji Palestínu ekki til sjálfstæðra ríkja, og því geti það ekki átt aðild að dómstólnum, eða öðrum alþjóðastofnunum.