Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vill ekki láta kalla sig afneitunarsinna

Mynd með færslu
 Mynd: Arnhildur Hálfdánardóttir

Vill ekki láta kalla sig afneitunarsinna

19.10.2019 - 14:00

Höfundar

„Eins og ég horfi á þetta þá er það þannig að vísindamenn eru ekki sammála um þessa hluti. Loftslagið er bara eins og sjórinn, fólk þekkir það ekki mjög vel.“ Þetta segir Erna Ýr Öldudóttir, sjálfstæður blaðamaður á vefritinu Viljanum. Hún hefur meðal annars skrifað grein þar sem hún færir rök fyrir því að Parísarsamkomulagið sé svikamylla. Hún trúir því ekki að hlýnun jarðar sé ógn við mannkynið og efast um að koltvíoxíð valdi gróðurhúsaáhrifum.

Erna telur að vísindamenn hafi hagrætt sannleikanum í annarlegum tilgangi og nefnir þar sérstaklega Al Gore. 

Henni finnst umræðan í kringum loftslagsmálin einkennast af pólitískum réttrúnaði og segir að það verði að vera hægt að spyrja spurninga án þess að fá á sig einhvern afneitunarsinnastimpil.

Í þriðja þætti Loftslagsþerapíunnar er fjallað um afneitunina sem er lúmsk og marglaga eins og laukur og hvers vegna við erum flest meistarar í henni. Þátturinn er aðgengilegur í spilara Rásar 1. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Ókei, ég held að heimurinn sé að farast“

Menningarefni

Hrun siðmenningar ekki óumflýjanlegt

Menningarefni

Sport að fá að sitja í hjá „þröskuldi“