Vill að pípuhattur Hitlers verði brenndur

CORRECTS CITY TO GRASBRUNN -- A man holds a hat with the initials of Adolf Hitler prior to an auction in Grasbrunn, Germany, Wednesday, Nov. 201, 2019. A Jewish group has sharply condemned an auction of Nazi memorabilia in Germany. The European Jewish Association condemned the auction Wednesday at Hermann Historica in Munich, saying that “it’s wrong to make money off these blood-soaked items, especially in Germany of all places". (Matthias Balk/dpa via AP)
 Mynd: EPA-EFE - dpa

Vill að pípuhattur Hitlers verði brenndur

26.11.2019 - 14:38

Höfundar

Líbanskur auðmaður, sem keypti pípuhatt Adolfs Hitlers og fleira sem honum tengdist á umdeildu uppboði í München, hefur ánafnað gripina ísraelskum fjáröflunarsamtökum. Hann leggur til að þeir verði brenndir.

Abdallah Chatila keypti pípuhatt Hitlers á 50 þúsund evrur, jafnvirði um 6,8 milljóna króna. Hann sagði tilganginn þann að koma í veg fyrir að hann félli í hendur manna sem myndu nýta hann til að koma nýnasískum áróðri á framfæri. Chatila keypti einnig ýmsa aðra muni sem tilheyrðu Hitler í sama tilgangi, þar á meðal ritvél og vindlakassa. Hann ætlar að gefa þá ísraelsku fjáröflunarsamtökunum Keren Heyesod og leggur til að allt verði brennt.

Abdallah Chatila býr í Sviss. Hann hefur auðgast á viðskiptum með fasteignir og eðalsteina.

Í yfirlýsingu sem Menachem Margolin, yfirmaður Evrópusamtaka gyðinga, hefur sent frá sér segir að hann sé orðlaus yfir gjafmildi Líbanans. Honum hefur í þakklætisskyni verið boðið að hitta eitt hundrað evrópska þingmenn í Auschwitz fangabúðunum illræmdu þar sem honum verður veitt viðurkenning fyrir framtakið.

Uppboðið í München í síðustu viku vakti hörð viðbrögð gyðinga víða um heim. Samtök þeirra hvöttu þýsk stjórnvöld til að skylda uppboðshús til að birta nöfn þeirra sem keyptu muni úr fórum stríðsglæpamanna og láta fylgjast með þeim.

 

Lebanese-born Swiss real estate mogul Abdallah Chatila said Monday Nov. 25, 2019, that he has purchased Adolf Hitler’s top hat and other Nazi memorabilia from a German auction in order to keep them out of the hands of neo-Nazis, and has agreed to donate them to a Jewish group. Chatila told The Associated Press he paid some 600,000 euros (US dollars 660,000) for the items at the Munich auction last week, intending to destroy them, but will now donate them to Keren Hayesod-United Israel Appeal group. (AP Photo)
Líbanski kaupsýslumaðurinn Abdallah Chatila. Mynd: AP