Sýninguna tileinka þau í Lucky 3 nostalgískri túlkun á filippseyskri menningu. Þau hafa öll ólíkan bakgrunn en eiga það sameiginlegt að hafa alist upp við fátækt og fengið að kenna á rasisma vegna uppruna síns. Þau vilja nota forréttindi sín, það að geta tjáð sig í gegnum listina, til þess að varpa ljósi á stöðu filippseyskra innflytjenda hér á landi.
Þau takast á við viðfangsefnið með mismunandi miðlum, þar á meðal gjörningum, myndböndum, fatahönnun, málverkum, skúlptúrum, hljóði og fleira og vilja þannig upphefja filippseyska menningu og fagna veru filippseyskra innflytjenda hér á landi. Von þeirra stendur til að áhorfandanum finnst sýningin lærdómsrík, að hann vilji svipast um í raunveruleika filippseyskra íbúa á Íslandi.
Viðtalið má heyra hér að ofan en þetta hafa þau Dýrfinna, Darren og Melanie meðal annars að segja um stöðu sína og verk: