Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vilja starfshóp um staðgöngumæðrun

14.12.2011 - 22:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti velferðarnefndar Alþingis leggur til að tillaga um að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði samþykkt.

23 þingmenn allra flokka nema Hreyfingarinnar standa að tillögunni en fyrsti flutningsmaður er Ragnheiður Elín Árnadóttir. Staðgöngumæðrun er þegar kona, staðgöngumóðir, gengur með barn fyrir par eða einstakling og hefur fallist á fyrir meðgöngu að afhenda þeim barnið eftir fæðingu.

Við vinnu starfshópsins verði meðal annars lögð áhersla á að tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt er kveðið á um það í tillögunni að frumvarpið sem verði undirbúið heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.