Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vilja opinbera raforkuverðið

12.02.2020 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist vonast til að hægt sé að koma í veg fyrir lokun álversins í Straumsvík. Það sé allt of snemmt að ræða um hvaða áhrif lokun þess myndi hafa á rekstur Landsvirkjunar. Landsvirkjun eigi í viðræðum við fyrirtækið til að fá sameiginlega sýn á stöðu mála. 

„Við teljum að samningurinn sé sanngjarn fyrir báða aðila og það sé mikilvægt að horfa á fleiri þætti en raforkuna sem eru að hafa þessi megin áhrif á stöðu þeirr í dag. Og við erum að greina þessa þætti saman,“ segir Hörður. 

Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsík, hefur sagt að hún myndi gjarnan vilj að orkuverðið yrði gert opinbert. Hörður segir að það myndi koma til greina. „Já. Við myndum fagna því. Vð höfum lengi talað fyrir því að raforkuverðið yrði gert opinbert. En ég held bara að fyrirtækin þyrftu að ná saman um það,“ sagði Hörður. 

Mynd: RÚV / RÚV

Rannveig Rist, segir álverið í Straumsvík, hafa verið í taprekstri frá árinu 2012. Tapið í fyrra hafi verið tíu milljarðar og tapið núna fjórir. „Við erum að borga talsvert meira fyrir rafmagn en aðrir,“ segir Rannveig. Hún bætir við að fyrirtækið hafi gert meira en flestir til að ná fram hagstæðu álverði.