Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vilja ekki snúa heim án trygginga

22.08.2019 - 10:25
Erlent · Asía · Bangladess · Mjanmar · Róhingjar
epa07783996 (FILE) - Rohingyas refugees gather near the fence at the 'no man's land' zone between the Bangladesh-Myanmar border in Maungdaw district, Rakhine State, western Myanmar, 24 August 2018 (reissued 21 August 2019). Bangladesh is set to start repatriations for Rohingya Muslim refugees on 22 August, media reported. The Bangladeshi refugee commissioner said only 21 families out of 1,056 selected for repatriation were willing to be interviewed by officials about whether they wanted to return. Rohingya refugees in Bangladesh camps are said to fear they will face violence and oppression once back in Myanmar, media added.  EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Róhingjar í Bangladess. Mynd: EPA-EFE - EPA
Róhingjar, sem flýðu frá Mjanmar til Bangladess, vilja ekki snúa aftur heim fyrr en öryggi þeirra sé tryggt og þeim gefið loforð um ríkisborgararétt í Mjanmar.

Um 740.000 Róhingjar flýðu til Bangladess árið 2017 vegna ofsókna hersins gegn þeim í Rakhine-héraði í Mjanmar. Róhingjar hafa verið litnir hornauga í Mjanmar og litið hefur verið á þá sem aðkomufólk.

Viðræður hafa verið í gangi milli stjórnvalda í löndunum tveimur, en illa hefur gengið að sannfæra flóttamenn um að þeir geti snúi heim óhultir. Gerð var tilraun til þess í nóvember í fyrra, en hún fór út um þúfur.

Eftir nýlega heimsókn utanríkisráðherra Mjanmar til Bangladess hefur staðið til að flytja heim nærri 3.500 flóttamenn til að byrja með og áttu flutningarnir að hefjast í morgun. Rútur biðu eftir fólkinu, en enginn þeirra sem skráðir voru til fararinnar mætti.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV