Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vilhjálmur og Katrín nefna skipið Attenborough

26.09.2019 - 15:49
Mynd: EPA-EFE / EPA
Vilhjálmur og Katrín, hertogahjónin af Cambridge gáfu nýju konunglegu rannsóknarskipi nafn í dag. Skipið er nefnt í höfuðið á Sir David Attenborough.

Skipið er sagt risavaxin fljótandi rannsóknarstofa. Það verður notað til rannsókna á norður- og suðurpólnum. David Attenborough hefur hlotið heimsfrægð fyrir sjónvarpsþætti sína um náttúruna, dýra- og plöntulíf. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var hann viðstaddur athöfnina við Cammel Laird skipasmíðastöðina í Birkenhead  í dag. Það var hertogynjan sem fékk þann heiður að brjóta kampavínsflösku á skipinu við nafngiftina líkt og hefðir kveða á um.

Þúsundir söfnuðust saman til þess að fylgjast með nafngiftinni. Attenborough ávarpaði fjöldann og sagði þetta mesta heiður sem honum hefði verið veittur. Þetta glæsilega skip verði nýtt til þess að takast á við loftslagsvánna. 

epa07870627 The Duke and Duchess of Cambridge are Joined by Sir David Attenborough as they attend the naming ceremony of the UK’s new polar research ship, the RRS Sir David Attenborough, at Cammell Laird Shipyard, Birkenhead, Britain, 26 September 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nýja skipið er nefnt í höfuðið á sjónvarpsmanninum vinsæla.
epa07870897 The Duke and Duchess of Cambridge attend the naming ceremony of the UK’s new polar research ship, the RRS Sir David Attenborough, Cammell Laird Shipyard, Birkenhead, Britain, 26 September 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Katrín, Vilhjálmur og Attenborough fylgjast með kampavínsflöskunni brotna.