Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vilborg búin að ganga um 100 km

27.11.2012 - 15:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Suðurskautsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir hefur lagt að baki tæplega eitthundrað kílómetra á átta dögum. Hún hóf níunda göngudaginn í dag en alls ætlar hún að ganga 1140 kílómetra á um 50 dögum.

Á heimasíðu Vilborgar skrifar hún að hvasst hafi verið í gær og skyggni svo lélegt að hún hafi ekki séð hvar hún steig niður. Erfitt sé að halda stefnu við svona aðstæður en áttavitastandur hafi létt sér lífið. Þá hafi það reynt á þolinmæðina þegar hún hafi fest sleðana milli skafla og þegar hún komst að því að ein tjaldstöng hafði brotnað. 

Á meðan á göngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Líf styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans.