Verðlaunahátíð breska tónlistartímaritsins Gramophone, sem fór fram í kvöld, er einn stærsti árlegi viðburður í heimi klassískrar tónlistar. Verðlaunin hafa verið kölluð „Óskarinn í klassískri tónlist“.
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti hlýtur þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins 2019 og eru þau einkum viðurkenning fyrir plötu hans þar sem hann flytur hljómborðsverk Johanns Sebastians Bach. Platan kom út á vegum Deutsche Grammophon og er önnur plata Víkings hjá stórútgáfunni.