Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Víkingur tónlistarmaður ársins hjá Gramophone

Mynd með færslu
 Mynd:

Víkingur tónlistarmaður ársins hjá Gramophone

16.10.2019 - 18:25

Höfundar

Víkingur Heiðar Ólafsson er tónlistarmaður ársins á verðlaunahátíð Gramophone í ár. Verðlaunin eru ein þau stærstu sem veitt eru fyrir klassíska tónlist.

Verðlaunahátíð breska tónlistartímaritsins Gramophone, sem fór fram í kvöld, er einn stærsti árlegi viðburður í heimi klassískrar tónlistar. Verðlaunin hafa verið kölluð „Óskarinn í klassískri tónlist“.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti hlýtur þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins 2019 og eru þau einkum viðurkenning fyrir plötu hans þar sem hann flytur hljómborðsverk Johanns Sebastians Bach. Platan kom út á vegum Deutsche Grammophon og er önnur plata Víkings hjá stórútgáfunni.

Víkingur hefur notið mikillar velgengni að síðustu og unnið til verðlauna fyrir plötuna. Má þar nefna tónlistarverðlaun BBC Music Magazine fyrir bestu plötu ársins, Opus Klassik verðlaunin fyrir bestu píanóplötu ársins og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir flutning og plötu í flokki klassískrar tónlistar. Hún var fimmta mest selda klassíska hljómplatan í Þýskalandi og hefur víða fengið afar jákvæða umfjöllun.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Alþýðlegur Víkingur heillar gagnrýnanda

Klassísk tónlist

„Ég er vandræðalega spenntur fyrir þessu“

Klassísk tónlist

Meira snobb í Rolling Stones en klassíkinni

Tónlist

Víkingur fær tvenn verðlaun frá BBC