Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vígamenn felldu á annan tug hermanna í Búrkína Fasó

26.12.2019 - 01:36
epa06582641 Security forces patrol in the streets of Ouagadougou in the aftermath of an alleged terrorist attacks, in the capital Ouagadougou, Burkina Faso, 05 March 2018. According to reports at least 28 people have been killed and dozens left wounded in the attacks on the French Embassy and miltary headquarters in Ouagadougou on 02 March.  EPA-EFE/LEGNAN KOULA
 Mynd: epa
Á annan tug hermanna féllu þegar vígasveit öfga-íslamista gerði þeim fyrirsát nærri Hallele í norðanverðu Búrkína Fasó í nótt sem leið. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í landinu lýst yfir tveggja sólarhringa þjóðarsorg í landinu vegna mannskæðrar árásar hryðjuverkamanna á íbúa lítils bæjar í sama héraði og herstöð þar í grennd. 35 almennir borgarar, þar af 31 kona, létu lífið í þeirri árás, auk sjö hermanna og yfir áttatíu vígamanna.

Friðsamleg sambúð þar til fyrir fimm árum

Flestir íbúar Búrkína Fasó eru íslamstrúar en um fimmtungur játar kristna trú. Sambúð hinna ólíku trúarhópa og þjóðarbrota í þessu 20 milljóna ríki var með betra og friðsamlegra móti þar til fyrir fimm árum.

Sambúðin er raunar enn með betra móti, en fyrir fimm árum tóku að skjóta upp kollinum vopnaðar hreyfingar öfga-íslamista sem ýmist kenna sig við al Kaída eða Íslamska ríkið, og tóku að herja á kristna menn í landinu og líka múslíma sem þeim þykja ýmist ekki nógu staðfastir í trúnni eða telja hreinlega til trúvillinga. Þrátt fyrir harða sókn stjórnarhersins og aðstoð bæði nágrannaríkja og Frakka hefur ekki tekist að uppræta þessa illvígu hópa. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV