Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Víetnamar gera ráðstafanir vegna kórónaveiru

05.02.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Kína · Kórónaveira · Víetnam
epa08157162 Officials from Vietnam's Ministry of Health talk to a man (C) tested positive for the Wuhan coronavirus, at an isolated section at Cho Ray hospital, in Ho Chi Minh city, Vietnam, 23 January 2020 (issued 24 January 2020). Two male Chinese citizens in Vietnam had tested positive to coronavirus, according to the ministry. The outbreak of coronavirus has so far claimed 25 lives and infected more than 800 others, according to media reports. The virus has so far spread to the USA, Thailand, South Korea, Japan, Singapore, Vietnam and Taiwan.  EPA-EFE/STR VIETAM OUT
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins í Víetnam ræða við menn sem greindust með kórónaveiruna á sjúkrahúsi í Ho Chi Minh-borg. Mynd: EPA-EFE - VIETNAM NEWS AGENCY
Stjórnvöld í Víetnam hafa gripið til vítækra ráðstafana vegna hugsanlegs faraldurs af völdum kórónaveirunnar sem blossaði upp í Kína um áramótin og eru meðal annars að reisa sjúkraskýli til að hýsa þúsundir sjúklinga.

Staðfest eru tíu tilfelli kórónaveirunnar í Víetnam, en í Kína hafa nærri 500 látist af völdum veirunnar og meira en 24.000 tilfelli eru skráð. Víetnam á landamæri að Kína og eru mikil viðskipti þar á milli.

Stjórnvöld í Víetnam hafa bannað allt flug og ferðir járnbrautarlesta til og frá meginlandi Kína og hafa hætt að gefa út vegabréfsáritanir til kínverskra ríkisborgara eða útlendinga sem verið hafa í Kína undanfarnar vikur.

Ekki eru áform um að flytja heim Víetnama frá Kína í stórum stíl, en stjórnvöld íhuga að sækja um 20 námsmenn til borgarinnar Wuhan þar sem veiran blossaði upp.