Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Viðgerð lokið á sliti í stofnstreng Mílu

21.02.2020 - 08:34
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Viðgerð lauk í nótt á sliti sem varð á landshring Mílu við Möðrudal síðdegis í gær. Sigurrós Jónsdóttir samskiptastjóri hjá Mílu segir að slitið hafi klárlega haft áhrif á fjarskiptasambönd. Míla geti þó ekki sagt til um áhrif á þjónustu fjarskiptafélaga með síma, net og sjónvarp.

Landshringurinn er stofnstrengur Mílu, stór strengur ljósleiðara, sem tengir alla aðra. Sigurrós segir að slitnað hafi milli Akureyrar og Egilsstaða um klukkan fimm síðdegis í gær og gæti hafa haft áhrif þar á milli. Farice tengist líka inn á strenginn á Seyðisfirði. 

Viðgerð hafi lokið upp úr klukkan eitt leytið í nótt. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV