Viðgerð lauk í nótt á sliti sem varð á landshring Mílu við Möðrudal síðdegis í gær. Sigurrós Jónsdóttir samskiptastjóri hjá Mílu segir að slitið hafi klárlega haft áhrif á fjarskiptasambönd. Míla geti þó ekki sagt til um áhrif á þjónustu fjarskiptafélaga með síma, net og sjónvarp.