Viðar hættir og Herdís tekur við hjá Valitor

26.03.2020 - 17:11
Valitor headquarters in Hafnarfjordur, Iceland. Valitor is an acquirer, card issuer and payment gateway solutions company. Dated 21st Century. (Photo by: Universal History Archive/UIG via Getty Images)
 Mynd: Getty images
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, lætur af störfum um næstu mánaðamót. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hann verði þóáfram stjórn félagsins til ráðgjafar næstu mánuði.

Herdís Fjeldsted, formaður stjórnar Valitor, tekur tímabundið við starfi forstjóra. Hún mun gegna starfinu þar til stjórn hefur ráðið forstjóra til frambúðar. Þór Hauksson, varaformaður stjórnar, tekur við sem stjórnarformaður á meðan Herdís sinnir starfi forstjóra.

„Þakkir til alls þess góða fólks sem ég hef starfað með á þessum áratug og óska ég félaginu og starfsfólki þess alls hins besta í framtíðinni,“ segir Viðar í tilkynningu vegna breytinganna.

Vegna breytinganna hverfur Herdís Fjeldsted tímabundið úr stjórn Arion banka. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi