„Við erum bestar“

Mynd: Mummi Lú / RÚV

„Við erum bestar“

21.09.2019 - 17:20
„Þetta er toppurinn á öllu,“ segir Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir en lið hennar Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta í dag eftir 3-2 sigur gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

„Markmiðinu er náð. Ég er búin að segja það nokkrum sinnum í dag, ég kom heim fyrir fjórum árum og þá var Valur ekkert búinn að vera í sérstökum málum í deildinni. Markmiðið var alltaf að ná titlinum heim á Hlíðarenda. Það tók fjögur ár, ég hefði viljað það aðeins fyrr en góðir hlutir gerast hægt,“ segir Margrét og bætir við:

„Við erum virkilega, virkilega stoltar af því að vera handhafar titilsins því að þetta er erfitt mót og þetta er búið að vera virkilega erfitt sumar. En, við erum bestar.“

En hvað skilar þessum árangri?

„Það er bara þvílík vinna og samheldni í þessu liði. Við byrjuðum snemma í vetur að vinna hart að liðsheildinni og settum okkur markmið að vinna alla leiki og fara í alla leiki til að vinna. Þið sjáið það bara að það hafa allir leikmenn blómstrað hjá okkur, sama hvort það eru leikmenn sem eru að koma úr barneignum eða meiðslum eða ungir leikmenn að stíga stærri skref,“ segir Margrét.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hér má sjá viðtöl við Fanndísi Friðriksdóttur, Elínu Mettu Jensen og Hallberu Guðnýju Gísladóttur úr Val.

„Kampavín í vatninu hérna“ - viðtal við Pétur Pétursson, þjálfara Vals.

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Kampavín í vatninu hérna“

Fótbolti

Valur Íslandsmeistari kvenna í fótbolta