„Við elskum að brosa og syngja með vinum“

Mynd: EPA / RÚV

„Við elskum að brosa og syngja með vinum“

15.05.2019 - 08:12

Höfundar

Atriðið gekk samkvæmt áætlun, segja þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar Hatara. Hópurinn náði þeim merka áfanga að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland nær þeim áfanga. Síðastir til að ná því voru Pollapönkarar. Matthías segist ánægðum með að geta deilt gleðitilfinningum með íslensku þjóðinni. „Við elskum að brosa og syngja með vinum og vandamönnum,“ segir Matthías.

Björg Magnúsdóttir náði tali af söngvurum Hatara, þeim Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Klemens Hannigan í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós. 

„Við erum náttúrulega rosalega þakklátir öllum þeim sem kusu okkur. Alla Evrópu, alla fjölskyldurnar, öll börnin, öll barnabörnin,“ segir Klemens. „Við elskum börn,“ skýtur Matthías inn í. „Allar systurnar, alla bræðurna, dæturnar,“ segir Klemens. „Skáfrændur, stjúpbræður,“ skýtur Matthías inn í. 

En hvernig var að vera á sviðinu?

„Það var bara allt samkvæmt áætlun. Við fengum dagskrána senda í dag frá Svikamyllu ehf. Við fylgdum henni náttúrulega af því að við erum góðir starfsmenn,“ segir Klemens.

Hvað gerist núna?

„Núna fer Klemens á blaðamannafund. Við förum úr þessum búningum. Á morgun eru viðtöl og að sjálfsögðu fylgjum við áætluninni áfram fram í úrslit,“ segir Matthías.

Einhver skilaboð til íslensku þjóðarinnar?

„Ekki önnur en þau að það er bara gaman að geta deilt með ykkur þessum gleðitilfinningum. Öllum þessum lit, gleði og ánægju. Við elskum að brosa og syngja með vinum og vandamönnum,“ segir Matthías.

Mynd: RÚV / RÚV

Klemens tók þátt í sameiginlegum blaðamannafundi allra þeirra sem komust í úrslit í gærkvöldi. 

Tengdar fréttir

Tónlist

„Hvað er öryggisorðið fyrir Ísland?“

Tónlist

Sjáðu Hatara flytja framlag Íslands í Tel Aviv