
„Við eigum í stríði og öndunarvélar eru vopnin okkar“
We’re at war and ventilators are our ammunition.
Join me to talk about how we keep supplies going to the front lines and answer questions from @salma1680, Colleen from Washington Heights and @AmazeByEric.
Use the hashtag #AskMyMayor to keep your questions coming, NYC! pic.twitter.com/OHBJvFvvTr
— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) March 29, 2020
„Við eigum í stríði og öndunarvélar eru vopnin okkar,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar í ávarpi í dag.
Hann segir öndunarvélar mikilvægustu hjálpargögnin, en af þeim sé ekki til nóg, haldi smit áfram að breiðast út jafn hratt og undanfarna daga. Í raun segir de Blasio að skortur á öndunarvélum og öðrum hjálpargögnum sé yfirvofandi og verði að raunveruleika að viku liðinni.
Tæplega 125 þúsund hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum, ríflega þriðjungur þeirra í New York ríki.
Dr. Anthony Fauci says U.S. will have “millions of cases” of COVID-19 and more than 100,000 deaths. Fauci, the head of the National Institute of Allergy and Infectious Disease, is the U.S. government’s foremost infectious disease expert. https://t.co/CmG70Di9yx
— The Associated Press (@AP) March 29, 2020
Anthony Fauci, yfirmaður smitsjúkdómastofnununar Bandaríkjanna, sagði í viðtali á CNN í dag að svo gæti farið að milljónir Bandaríkjamanna komi til með að smitast af veirunni og að fleiri en 100 þúsund gætu látið lífið í faraldrinum.