Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vetur og sumar frjósi víða saman

20.04.2016 - 06:59
Mynd með færslu
 Mynd: Ísnálar á Egilsstöðum - RÚV - Rúnar Snær Reynisson
Útlit er fyrir að vetur og sumar „frjósi saman“ víða um land, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Víða verður frost að morgni sumardagsins fyrsta sem er á fimmtudag og boðar það gott sumar samkvæmt þjóðtrú.

Í dag verður suðvestankaldi og skúrir eða él, síðasta vetrardag. Jafn allhvasst við suðurströndina. Dregur úr vindi og éljum á morgun. Áfram fremur svalt í veðri, þó hiti nái líklega um 8 stigum syðst á landinu.

Fremur rólegt veður verður næstu daga og hlýnar umtalsvert um helgina.

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV