Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vetrarfærð í öllum landshlutum

14.03.2020 - 08:01
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Ófært er á ýmsum leiðum á norðanverðu landinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum. Þæfingur er á nokkrum leiðum á Vestfjörðum og unnið að mokstri. 

Ófært var og þæfingur á nokkrum leiðum á Norðurlandi og Norðausturlandi á áttunda tímanum. Þar var unnið að mokstri og frekari upplýsinga um færð að vænta.

Ófært er á Borgarfirði eystri og snjóþekja eða hálka á vegum á Austurlandi.

Nýjustu upplýsingar um færð hverju sinni má nálgast á vef Vegagerðarinnar.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV