Telja sig eiga landið
Meirihluti landeigenda í Drangavík á Ströndum kærði leyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum VesturVerks vegna Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Landeigendur í Drangavík munu ekki heimila virkjun,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og talsmaður landeigenda. „Samkvæmt landamerkjum frá 1890 eiga þeir þetta land sem að Eyvindarfjarðarárveita tekur til svo þeir eiga klárlega kærurétt því þeir eiga landið.“