Versló komst í undanúrslit Gettu betur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Versló komst í undanúrslit Gettu betur

21.02.2020 - 20:59
Lið Verzlunarskóla Íslands lagði lið Menntaskólans á Ísafirði að velli í lokaviðureign átta liða úrslitanna í Gettu betur í kvöld. Lið Verzlunarskólans vann sér inn 32 stig gegn 25 stigum Ísfirðinga.

Verzlunarskólinn varð þar með fjórði og síðasti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.  Borgarholtsskóli etur kappi við Fjölbrautaskólann við Ármúla eftir viku í fyrri viðureign undanúrslitanna. Viku síðar mætast svo Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV