Verslanir og apótek opin þrátt fyrir hert samkomubann

21.03.2020 - 23:08
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á því á Facebooksíðu sinni í kvöld, að boðuð, harðari útfærsla á samkomubanni á landinu mun ekki leiða til lokunar matvöruverslana, apóteka eða hliðstæðra verslana. Í færslunni er undirstrikað að tryggt verður að þessar verslanir muni geta starfað áfram með þeim hætti að almenningur hafi greiðan aðgang að öllum nauðsynjum og öðrum vörum.

Þá er ítrekað að birgðastaða hér á landi er góð og engin merki um að breyting verði á því, eins og áður hefur komið fram í umræðunni um þessi mál. Nánari útfærsla á hertu samkomubanni verður kynnt á morgun, sunnudag.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi