Verkfall hefst í hádeginu

11.02.2020 - 06:39
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Verkfall um 1.850 félaga stéttarfélagsins Eflingar sem starfa á nær 130 starfsstöðvum hjá hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og stendur til miðnættis á fimmtudag að óbreyttu. Verkfallið hefur áhrif á skólagöngu um 3.500 leikskólabarna í borginni og 1.650 notendur velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá hefur verkfallið lamandi áhrif á matarþjónustu einhverra grunnskóla Reykjavíkur og þurfa nemendur þeirra að taka með sér nesti.

Samningafundi í deilunni var frestað í gær með stuttum fyrirvara.Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að fundarhöld hafi ekki verið talin líkleg til árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi