Verja jólunum með vinnufélögunum

Mynd: Rúv núll / RÚV núll

Verja jólunum með vinnufélögunum

24.12.2019 - 10:13
Þá er runninn upp aðfangadagur og allir að gera sig og græja. Jafet Máni og Helga Margrét hafa eytt allri aðventunni í að undirbúa kvöldið sem á að vera fullkomið.

Þetta er síðasti þátturinn í Jólakortinu. Eins og áhorfendur vita hefur margt gengið á síðan vinnufélögunum var tilkynnt að þau ættu að vera saman um jólin. Spennustigið hefur verið mjög hátt og þau meðal annars þurft að leita til sáttamiðlara vegna átakanna sem uppi hafa verið þeirra á milli. 

Jólagjafirnar hafa verið keyptar, jólamaturinn valinn og jólafötin bæði keypt og straujuð. Þá á bara eftir að hringja inn jólin. 

Gleðileg jól. 

Tengdar fréttir

Býður við skötulyktinni

Kalt stríð á Klambratúni

Ekkert verra að hafa tvö jólatré á 30 fermetrum

Sameinuð í sáttameðferð