Verður rekinn úr áfanga ef hann sigrar ekki í kvöld

Mynd: RÚV / RÚV

Verður rekinn úr áfanga ef hann sigrar ekki í kvöld

31.01.2020 - 20:01
Tækniskólinn er kominn í 8-liða úrslit Gettu betur í fyrsta skipti í sögu skólans en þrátt fyrir það hefur pressunni ekki verið aflétt. Emil Uni, einn liðsmanna skólans, segir að kennari í ákveðnum áfanga hafi raunar hótað að reka hann úr honum ef hann sigrar ekki í kvöld.

Lið Tækniskólans skipa þau Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Þorsteinn Magnússon. Kynningu á þeim úr þætti kvöldsins má finna í spilaranum hér fyrir ofan. 

Viðureign Tækniskólans og Borgarholtsskóla er í beinni útsendingu á RÚV og hófst klukkan 19:45.