
Unnið að rannsókn málsins
Flugvélin steyptist í gegnum kjarr og tré við flugbrautina á flugvellinum í Kenía áður en hún stöðvaðist loks. Tvennt hlaut minniháttar áverka og var þeim komið undir læknishendur, samkvæmt tilkynningu frá Flugvallastjórn Kenía, KAA. Fimmtíu farþegar voru um borð og fimm í áhöfn.
Unnið að rannsókn málsins og tildrögum slyssins. Samkvæmt fréttaveitunni The East African varð flugmaður var við að ekki væri allt með felldu skömmu áður en vélin fór á loft.
PRESS RELEASE: This morning at around 9am, a Fokker 50 aircraft veered off the runway while departing from Wilson Airport. No Fatalities Reported. The Aircraft Accident Investigations Directorate is carrying out investigations to establish the cause of the accident. pic.twitter.com/1YhQ3K2HeG
— Kenya Airports (@KenyaAirports) October 11, 2019
Nauðlentu á Egilsstöðum vegna hreyfilsbilunar
Í nóvember árið 2007 nauðlenti þessi sama flugvél á Egilsstöðum. Vélin, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, var á leið frá Egilsstöðum þegar flugmenn ákváðu að snúa henni við og nauðlenda á Egilsstaðaflugvelli. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að olíuþrýstingur féll á hægri hreyfli vélarinnar og þurfti því að slökkva á honum.
Við rannsókn á atvikinu kom í ljós að þetta var þekkt bilun hjá framleiðanda sem verið var að reyna að finna lausn á, segir í ársskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa frá árinu 2008. Í kjölfarið voru gerðar endurbætur á búnaði.
Um fjörutíu farþegar voru um borð. Einn farþeganna sagði, í samtali við Vísi.is, að hann hefði talið að sín síðasta stund væri runnin upp þegar farþegum var sagt að búa sig undir nauðlendingu. Vélin lenti svo heilu og höldnu á öðrum hreyflinum og nauðlendingin gekk vel.
Seldu vélina fyrir tveimur árum
Fyrir tveimur árum seldi Flugfélag Íslands allar fjórar Fokker 50 vélar félagsins. Vélarnar höfðu verið í eigu flugfélagsins frá 1992. Salan var liður í því að endurnýja í flugflota félagsins.
Keníska flugfélagið festi svo kaup á vélinni í fyrra. Fimm Fokker 50 vélar eru í eigu flugfélagsins.
Ekki náðist í forsvarsmenn Air Iceland Connect við vinnslu fréttarinnar.
Plane skids off runway at Wilson Airport in the Kenyan capital Nairobi. https://t.co/o9qQxSqGvC
— The EastAfrican (@The_EastAfrican) October 11, 2019