Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Veitur telja afstöðu ráðuneytis byggða á misskilningi

14.11.2019 - 16:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Veitur telja að sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 í haust sé í fullu samræmi við lög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

 

„Í tilefni bréfaskrifta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til allra sveitarfélaga í landinu nú í dag, taka Veitur undir það álit sem fram hefur komið af hálfu Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, að afstaða ráðuneytisins byggist á misskilningi.“

Nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna nú í dag um vatnsgjaldið. Látið sé til að mynda í veðri vaka að arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarfélaganna, sem eiga fyrirtækið, séu að mestu vegna vatnsveitu. Það sé rangt. Hlutdeild vatnsveitu í veltu samstæðu OR árið hafi á árinu 2018 einungis numið 6,9 prósentum. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV