Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vegna rangrar myndbirtingar með frétt á Facebook

26.03.2020 - 10:51
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Vegna álags á vefþjóna hefur borið á því að röng mynd hefur birst með færslum af vef RÚV.is á Facebook. Vandinn liggur í tæknilegum samskiptum Facebook og RÚV.is sem veldur því að Facebook hengir rangar myndir með færslum sem dreift er á samfélagsmiðlinum.

Þetta kom til dæmis fyrir í morgun, þegar Facebook sótti mynd af handahófi af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og birti með frétt af játningu fjöldamorðingja í Nýja-Sjálandi. Myndin átti augljóslega ekki að fylgja með þessari frétt á Facebook og biðjum við Þórólf afsökunar á þessu. Rétt mynd fylgdi með fréttinni á RÚV.is. 

Verið að er að greina vandamálið og finna lausn á því. Vefumferð hefur stóraukist um íslenska fréttamiðla á síðustu vikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Aukin umferð veldur meira álagi á vefþjóna RÚV. Það getur valdið margvíslegum vandkvæðum, eins og því að vefurinn verði óaðgengilegur tímabundið eða að hann verði hægvirkur. Fréttastofa RÚV biður notendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV