Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vegir opnaðir að nýju

27.12.2019 - 09:41
Innlent · færð · Veður
Grjótgrun í Hvalnesskriðum.
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Búið er að opna veginn um Kambanesskrifður en honum var lokað í nótt vegna grjóthruns. Vegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriður hefur líka verið opnaður að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að um leið og kröpp lægð fer til norðurs yfir Austurland gerir vestan hvell um tíma síðar í dag.  Mjög snarpir byljir verða þannig við Kvísker og á Breiðamerkursandi á milli klukkan 16 og 19 og austanlands staðbundið í kvöld.  Sums staðar er flughált á vegum svo sem á Héraði nú þegar komin er leysing.

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV