Veðbankar spá Daða sjöunda sæti

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Veðbankar spá Daða sjöunda sæti

01.03.2020 - 15:11

Höfundar

Veðbankar eru þegar byrjaðir að spá fyrir um gengi þjóðanna sem taka þátt í Eurovision í ár jafnvel þó ekki öll lönd hafi valið fulltrúa sinn ennþá. Eftir að úrslitin voru kunngjörð á Íslandi í gærkvöldi flaug Daði beint upp í sjöunda sæti listans, með fimm prósenta vinningslíkur, með lag sitt Think about things.

Eftir æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar í gær er ljóst að Daði og félagar hans í Gagnamagninu munu verða fulltrúar Íslands í Eurovision, sem fram fer í Rotterdam í maí. 

Hann hefur þegar vakið mikla athygli utan landssteinanna og eins og greint var frá deildi stórleikarinn Russel myndbandi Daða á Twitter fyrir skemmstu sem varð til þess að breski miðillinn Independent fjallaði um sveitina. Eins og flestir vita munu veðbankar vera á fleygiferð fram að keppninni en ef Daði heldur áfram að heilla heiminn gæti verið að Íslandi takist loksins að sigra keppnina.

Mynd með færslu
 Mynd: Eurovisionworld - Skjáskot

Tengdar fréttir

Menningarefni

Daði Freyr bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni

Tónlist

Russell Crowe tístir um Gagnamagnið